Skilmálar

1) Leiga - umsóknir

Allir geta sótt um leiguíbúðir hjá Ásbrú íbúðum.

Með umsókninni þarf að fylgja lánshæfismat frá Creditinfo og sakavottorð.  Ásbrú íbúðir áskilur sér rétt til þess að hafna umsókn um leiguhúsnæði ef aðili er á vanskilaskrá Creditinfo og á vanskilaskrá Ásbrúa íbúða.

·         Með því að samþykkja skilmála með umsókn, heimilar umsækjandi, Ásbrú fasteignum ehf., að fletta sér upp í Creditinfo.

·         Sakavottorð (hægt að nálgast upplýsingar hér:

https://www.syslumenn.is/thjonusta/skirteini-vegabref-vottord/leyfi_skirteini/sakavottord/

2) Úthlutun íbúða

Eftir að búið er að fara yfir umsóknir og samþykkja leigutaka, er haft samband við þann umsækjanda sem samþykktur hefur verið og honum boðið að skoða eignina. Eftir skoðunina hefur umsækjandi sólahring til þess að hafa samband við Ásbrú íbúðir ehf. til þess að staðfesta hvort hann ætli að leigja eignina eða ekki. Ef umsækjandi hefur ekki samband fyrir tilsettan tíma er litið svo á að hann ætli ekki að leigja og er íbúðinni úthlutað til annars umsækjanda.

Kostnaður er umsækjandi þarf að leggja út við öflun umbeðinna gagna verður ekki endurgreiddur af hálfu Ásbrú íbúða.

3) Leigutími og umsýslugjald

Einungis er gerður skriflegur tímabundinn leigusamningur til 12 mánaða. Leigjandi getur, að umsömdum leigutíma loknum, endurnýjað leigusamninginn óski hann eftir því, svo framarlega sem að ekki sé um vanefndir leigjanda að ræða skv. húsaleigulögum og/eða leigusamning.

Í upphaf hverrar leigu greiðir leigjandi umsýslugjald að fjárhæð 20.000 kr. fyrir hverja leigða íbúð. Innifalið í umsýslugjaldinu er:

·         Úttekt við afhendingu og skil á leiguíbúð

·         Vinna við gerð leigusamnings og fylgigagna

·         Álestur á rafmagni við upphaf og leigulok

Umsýslugjaldið er ekki endurgreitt að leigutíma loknum.

4) Greiðsluskilmálar

Ásbrú íbúðir krefjast þess að leigjandi leggji fram tryggingu fyrir efndum á leigusamningi, þe. fyrir leigugreiðslum og skaðabótum vegna tjóns á hinu leigða sem leigjandi ber ábyrgð á skv. ákvæðum húsaleigulaga nr. 36/1994 eða almennum reglum. Trygging frá leigjanda þarf að hafa borist Ásbrú íbúum áður en að skrifað er undir leigusamning og eignin afhent. Farið er fram á tryggingu sem nemur þriggja mánaða leigu.

Leiga skal ávallt greiðast fyrsta hvers mánaðar

 5) Uppsögn áður en leigutíma samkvæmt leigusamning lýkur / áframhaldand leiga.

Leigusamningi lýkur á umsömdum degi án sérstakrar upsagnar eða tilkynningar af hálfu aðila. Tímabundnum samningi verður ekki slitið með uppsögn á umsömdum leigutíma. Þó er ákvæði í leigusamningi sem kveður á um að ef að leigusala berist skrifeg kvörtun frá nágranna eða öðrum íbúum fasteignarinnar sökum hávaða eða annars konar ónæðis, sé honum heimilt að rifta leigusamningi.

Vilji leigjandi endurnýja leigusamning sinn skal hann tilkynna leigusala það skriflega og með sannanlegum hætti amk. þremur mánuðum áður en leigusamningurinn rennur út við lok uppsangarfrests eða við lok umsamins leigutíma. Telji leigusali að leigjadi uppfylli ekki skilyrði fyrir áframhaldandi leigu af þeim ástæðum er greinir í 2. mgr. 51. gr. húsaleigulaga nr. 36/1994 mun leigusali innan 14 daga frá því að umsókn um endurnýjun hefur borist, gera leigjanda skriflega og rökstudda grein fyrir sjónarmiðum sínum um synjun.

6) Úttektir íbúða við leiguskil

Leigutaki skal við leiguskil, skila hinu leigða húsnæði í sambærilegu ástandi og það var tekið á leigu. Veggir skulu vera nýmálaðir og naglhreinsaðir, húsnæðið skal vera allt vel þrifið, veggir, loft, gler, innan úr skápum og gólf. Íbúðinni skal skilað í þannig ástandi að hún sé tilbúin fyrir næsta leigutaka.

Leigutaki skal láta aflétta leigusamningi (hafi honum verið þinglýst) við lok leigusambands. Einnig skal leigutaki færa lögheimili sitt af eigninni. Ef samningi er ekki aflétt þá tefur það fyrir uppgjöri og endurgreiðslu á leigutryggingu.

7) Viðhaldsskyldur leigjanda og Ásbrú íbúða ehf. (leigusala)

Leigjanda er skylt að fara vel með hið leigða húsnæði og ganga um það að virðingu.

Ef hið leigða húsnæði eða fylgifé þess verði fyrir tjóni af völdum leigjanda, heimilismanna eða annarra manna sem leigjandi hefur leyft afnot af hinu leigða húsnæði, skal leigjand gera ráðstafanir til að bæta úr tjóninu eins fljótt og auðið er. Ef hins vegar leigjandi vanrækir þessar skyldur er leigusala heimilt að ganga í þær bætur er tjónið krefst, á kostnað leigjanda en skal þó leigusali veita leigjanda hæfilegan frest til þess að ljúka viðgerðinni.

 

Leigusali skal annast viðgerðir á gluggum, raftækjum, hreinlætistækjum og öðru því er fylgir húsnæðinu ef leigjandi sýnir fram á að bilanir verði ekki raktar til vanrækslu eða yfirsjónar leigjanda eða fólks á hans vegum. Leigusali skal sinna garðslætti eftir tilvikum. Leigjanda er skylt að annast á sinn kostnað viðhald á læsingum, vatnskrönum, raftenglum og öðru smálegu. Leigjanda ber einnig að halda við málningu íbúðar. Leigusali skal jafnan halda hinu leigða húsnæði í leiguhæfu ástandi.



8) Ofan á leiguverð bætist rekstrarkostnaður, innifalið í þeim kostnaði er:

- Almenn sorphirða (heimilissorp),

- Hita af íbúð leigutaka,

- Hita og rafmagn af sameign,

- Perur í sameign,

- Sláttur á grasi,

- Þrif á hluta af sameign,


9) Annað

- Gæludýr eru ekki leyfð

- Íbúðirnar eru reyklausar